Staðlausir stafir

Meðan ekki er talið upp spillingartaktar núverandi ríkisstjórnar eru þetta einungis fullyrðingar og staðlausir stafir svona fullyrðingum er ósangjarnt að kasta fram án nokkurs rökstuðnings einnig mætti Örvar minnast þess að í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins sem voru 18 ár voru jafn mörg lög eða 18 talsins sem stönguðust á við stjórnarskrá og aldrei skiluðu þeir umboði sínu á eitthvað annað við um núverandi ríkisstjórn menn verða að sjá bjálkann í eigin auga áður en menn fara að draga flísina úr öðrum augum
mbl.is Örvar Már: Aldrei aftur vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki ætla ég að lofa ætluð stjórnarskrárbrot fyrri Ríkisstjórna en það er kaldhæðnislegt að sú stjórn sem nú situr skuli hafa farið fram með bætta stjórnýslu og svo framvegis lofsöngva skuli síðan sitja sem fastast með kamarinn fullan upp í görn...

Sindri Karl Sigurðsson, 17.2.2012 kl. 12:15

2 identicon

Fyrirsögn greinarinnar er furðuleg í ljósi þess að hér hrundi nánast allt eftir áratuga hægristjórn! Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir núverandi ríkisstjórn og staðset mig hvorki til vinstri eða hægri. Mig einfaldlega blöskrar forheimskan sem hér er sett fram!

sigurður Bárðarson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 12:37

3 identicon

Örvar er að benda á staðreyndir.  Vissulega hrundi hér allt á vakt hægri manna en meginþorri þess valdatíma var farsæll og gjöfull.  Hrunið má heldur ekki eingöngu rekja til stjórnarhátta hægri afla þó svo ábyrgðin sé mikil.  Við erum ekki að karpa um að hrun hafi verið slæmt eða ekki en staðreyndin er sú að þessi vinstri stjórn sem fékk sitt tækifæri hefur staðið sig verr en nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins.  Það deila fæstir um.  Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er algjör sorgarsaga frá A-Ö og veit ég um marga vinstri menn sem gætu aldrei hugsað sér að styðja þetta fólk aftur.  Það á að boða til kosninga strax áður en ástandið verður mun verra.  Það er slæmt núna og hér ríkir stjórnleysi, þá vildi ég meira hrun en þennan viðbjóð sem boðið er uppá í dag.  Skömm Jóhönnu mun fylgja henni ævilangt.  Svo beina menn spjótum að Geir H Haarde??  Jóhanna hefur framið ótrúleg embættisafglöp ásamt Steingrími, það verður ekki langt þartil þetta fólk þarf að svara fyrir sitt.

Baldur (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 12:59

4 identicon

Mér finnst þessi vörn ríkisstjórnarflokkanna alveg afleit. Að benda alltaf á mistök Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknar til þess að réttlæta sín mistök. Það vita það allir vel að D og B stóðu sig ekki nógu vel, en þið bendið á þá eins og þeir séu hinir fullkomnu flokkar til þess að bera sig saman við.

Ríkisstjórnin brást í þessu máli.

Er þá hugsunin hjá ykkur að þið eigið inni 3 lög sem stangast á við stjórnarskrá á kjörtímabilinu?

Ég veit ekki hversu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og þingmennirnir sjálfir hafa bent á að Lilja Mósesdóttir hafi ekki kosið gegn lögunum. Hvað kemur það málinu við?

Játið mistökin ykkar og gerið eitthvað í þeim, ekki bara benda á næsta mann.

Auðvitað er það ekki sami hlutur að sitja hjá og að segja nei, en það er samt himinn og haf á milli þess að kjósa já og því að sitja hjá.

Það minnsta sem Jóhanna og Steingrímur geta gert er að skammast sín og viðurkenna mistökin í staðinn fyrir að reyna að grafa yfir mistökin.

Andri (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:03

5 identicon

Baldur: Bíddu nú aðeins við.. Viltu meina að það hefði allt átt að vera farsælt og gjöfult á síðustu 4 árum? Misstir þú af hruninu nokkuð?

Svo voru ansi margir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem samþykktu þessi lög.

Tómas (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjólfur Sigurbjörnsson

Höfundur

Brynjólfur Sigurbjörnsson
Brynjólfur Sigurbjörnsson
áhugamaður um ýmis þjóðmál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband